Verið velkomin á Kaffi Klöru

Kaffi Klara er til húsa í gamla pósthúsinu í Ólafsfirði, sögufrægu húsi í hjarta Ólafsfjarðar sem gert var upp árið 2013 og innréttað sem kaffihús og gistiheimili.
Kaffi Klara er notalegt og heimilislegt kaffhús þar sem lögð er áhersla á að hlúa vel að gestunum, nota hráefni úr héraði, elda matinn sem mest frá grunni og skapa matarupplifun. Gistihúsið er efri hæð Kaffi Klöru. Í sumar er 20% afsláttur á gistingu með morgunmat fyrir eina nótt og 30% fyrir 2 nætur eða fleiri. Hafið samband við okkur beint til að fá upplýsingar um verð.

Staðsetning
Ólafsfjörður er staðsettur á Norðurstrandarleiðinni, mitt á milli Dalvíkur og Siglufjarðar.
Við hlið Kaffi Klöru er safnahús Ólafsfjarðar, Pálshús sem hýsir náttúrugripasafnið og setur upp margvíslegar sýningar um svæðið. Sundlaug Fjallabyggðar er í 300 metra fjarlægð og skemmtilegt leiksvæði þar rétt hjá.
Frá bryggjunni í Ólafsfirði er hægt að veiða, Fairytale at Sea er með sæþotuferðir og Hótel Brimnes leigir út kajaka. Hægt er að ganga eða hjóla kringum Ólafsfjarðarvatn, niður á Ósbrekkusand og út fyrir Kleifar.
Vikulegar gönguferðir á vegum Ferðafélagsins Trölla fara fram á sumrin alla þriðjudaga kl. 17.00 en auk þess er ganga einn laugardag í mánuði.
Lágheiðin er mjög falleg leið sem liggur úr Ólafsfirði yfir í Fljótin. Stutt er yfir á Siglufjörð í gegnum Héðinsfjarðargöng. Sjá nánari upplýsingar um Fjallabyggð undir Upplýsingarmiðstöð.

Gisting
Gistihúsið okkar er staðsett á efri hæð Kaffi Klöru, í miðbæ Ólafsfjarðar. Þar eru 5 herbergi og 2 baðherbergi.
Við eigum 1 stórt og fínt herbergi með pláss fyrir 4 og 1 aðeins minni herbergi með pláss fyrir 3. Bæði herbergin eru tilvalin fyrir fjölskyldur.
Gistihúsið er tilvalið fyrir stórfjölskylduna, fyrir göngu- eða hjólahópa sem vilja njóta náttúrunnar á Tröllaskaga eða fyrir golfara. Leitið til okkar eftir tilboði fyrir gistingu og fæði.
Í sumar er 20% afsláttur á gistingu með morgunmat fyrir eina nótt og 30% fyrir 2 nætur eða fleiri. Hafið samband við okkur til að fá upplýsingar um verð.
Hvað segja gestir okkar
FERRANETA