Menu Close

Verið velkomin á Kaffi Klöru

Kaffi Klara er til húsa í gamla pósthúsinu í Ólafsfirði, sögufrægu húsi í hjarta Ólafsfjarðar sem gert var upp árið 2013 og innréttað sem kaffihús og gistiheimili. 

Kaffi Klara er notalegt og heimilislegt kaffhús þar sem lögð er áhersla á að hlúa vel að gestunum, nota hráefni úr héraði, elda matinn sem mest frá grunni og skapa matarupplifun. Gistihúsið er efri hæð Kaffi Klöru.  

Kaffi Klara er meðlimur Arctic Coast Way. 

IMG_20200805_193055

Staðsetning

Ólafsfjörður er staðsettur á Norðurstrandarleiðinni, mitt á milli Dalvíkur og Siglufjarðar. Við hlið Kaffi Klöru er safnahús Ólafsfjarðar, Pálshús sem hýsir náttúrugripasafnið, Ólafsfjarðarstofu og setur upp margvíslegar sýningar um svæðið. Sundlaug Fjallabyggðar er í 300 metra fjarlægð og skemmtilegt leiksvæði þar rétt hjá. Frá bryggjunni í Ólafsfirði er hægt að veiða, Fairytale at Sea er með sæþotuferðir og Hótel Brimnes leigir út kajaka. Hægt er að ganga eða hjóla kringum Ólafsfjarðarvatn, niður á Ósbrekkusand og út fyrir Kleifar. Vikulegar gönguferðir á vegum Ferðafélagsins Trölla fara fram á sumrin alla þriðjudaga kl. 17.00 en auk þess er ganga einn laugardag í mánuði. Lágheiðin er mjög falleg leið sem liggur úr Ólafsfirði yfir í Fljótin. Stutt er yfir á Siglufjörð í gegnum Héðinsfjarðargöng. Sjá nánari upplýsingar um Fjallabyggð undir Upplýsingarmiðstöð.

Gisting

Gistihúsið okkar er staðsett á efri hæð Kaffi Klöru, í miðbæ Ólafsfjarðar. Þar eru 5 herbergi, 1 baðherbergi og eitt auka klósett.

Við eigum 2 stór og fín herbergi með pláss fyrir 4. Bæði herbergin eru tilvalin fyrir fjölskyldur.  Auk þess eigum við 2 tveggja manna herbergi og eitt  einstaklingherbergi. 

Gistihúsið er tilvalið fyrir stórfjölskylduna, fyrir göngu- eða hjólahópa sem vilja njóta náttúrunnar á Tröllaskaga eða fyrir golfara. Leitið til okkar eftir tilboði fyrir gistingu og fæði. 

Í sumar verður skemmtileg tilboð í gisting og hálfu fæði. Tilboðin koma hér inn á næstunni

 

 

Hvað segja gestir okkar

Elska þetta kaffihús á íbúð i götunni, sem við vorum mikið i þarsíðasta sumar fórum næstum daglega til ykkar
SÆUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
Kaffi Klara er ótrúlega fallegt og huggulegt hús á góðum stað! Yndislegur matur og mjög gott kaffi. Mæli hiklaust með, takk kærlega fyrir mig!
GUÐRÚN SVAVA GÓMEZ
Good food, good service and friendly people 🙂 the café has a homie feeling and pleasant atmosphere , greetz Rik & Laila
RIK WESSELIUS
We have good memories of our light lunch but even better ones of the family who own Kaffi Klara. We had a wonderful chat about the folktales of the area and the town's adoption of trolls
BRUCE M
Superbe endroit, avec une Patrone au top. On mange très très bien, la bière est bonne, comme l’ambiance. Merci encore pour ces jours passés chez vous

CHRISTOPHE QUEIRARD
uy amables y hablan español Estas personas tan amables y agradables hablan español.Vamos con autocaravana y nos hemos alojado en el camping que regenta el hijo de la dueña.Nos han lavado y secado la ropa y ayudado a sacar el vehiculo que se quedo atascado.El local super agradable y limpio.Recomiendo
FERRANETA
is_ISIcelandic