Verið velkomin á Kaffi Klöru

Kaffi Klara er til húsa í gamla pósthúsinu í Ólafsfirði, sögufrægu húsi í hjarta Ólafsfjarðar sem gert var upp árið 2013 og innréttað sem kaffihús og gistiheimili.
Kaffi Klara er notalegt og heimilislegt kaffhús þar sem lögð er áhersla á að hlúa vel að gestunum, nota hráefni úr héraði, elda matinn sem mest frá grunni og skapa matarupplifun. Gistihúsið er efri hæð Kaffi Klöru.
Kaffi Klara er meðlimur Arctic Coast Way.

Staðsetning
Ólafsfjörður er staðsettur á Norðurstrandarleiðinni, mitt á milli Dalvíkur og Siglufjarðar.
Við hlið Kaffi Klöru er safnahús Ólafsfjarðar, Pálshús sem hýsir náttúrugripasafnið, Ólafsfjarðarstofu og setur upp margvíslegar sýningar um svæðið. Sundlaug Fjallabyggðar er í 300 metra fjarlægð og skemmtilegt leiksvæði þar rétt hjá.
Frá bryggjunni í Ólafsfirði er hægt að veiða, Fairytale at Sea er með sæþotuferðir og Hótel Brimnes leigir út kajaka. Hægt er að ganga eða hjóla kringum Ólafsfjarðarvatn, niður á Ósbrekkusand og út fyrir Kleifar.
Vikulegar gönguferðir á vegum Ferðafélagsins Trölla fara fram á sumrin alla þriðjudaga kl. 17.00 en auk þess er ganga einn laugardag í mánuði.
Lágheiðin er mjög falleg leið sem liggur úr Ólafsfirði yfir í Fljótin. Stutt er yfir á Siglufjörð í gegnum Héðinsfjarðargöng. Sjá nánari upplýsingar um Fjallabyggð undir Upplýsingarmiðstöð.

Gisting
Gistihúsið okkar er staðsett á efri hæð Kaffi Klöru, í miðbæ Ólafsfjarðar. Þar eru 5 herbergi, 1 baðherbergi og eitt auka klósett.
Við eigum 2 stór og fín herbergi með pláss fyrir 4. Bæði herbergin eru tilvalin fyrir fjölskyldur. Auk þess eigum við 2 tveggja manna herbergi og eitt einstaklingherbergi.
Gistihúsið er tilvalið fyrir stórfjölskylduna, fyrir göngu- eða hjólahópa sem vilja njóta náttúrunnar á Tröllaskaga eða fyrir golfara. Leitið til okkar eftir tilboði fyrir gistingu og fæði.
Í sumar verður skemmtileg tilboð í gisting og hálfu fæði. Tilboðin koma hér inn á næstunni
Hvað segja gestir okkar
FERRANETA