Menu Close

Kaffi Klara Gistihús

Gistihúsið er á efri hæð hússins. Í sumar er 20% afsláttur á gistingu með morgunmat fyrir eina nótt og 30% fyrir 2 nætur eða fleiri. Hafið samband við okkur til að fá upplýsinga um verð. 

Á efri hæð hússin eru 5 herbergi og 2 sameiginleg baðherbergi. Herbergin eru með nútímalegum innréttingum og eru með viðargólf og handlaug. Gestir hafa aðgang að sameiginlegri baðherbergisaðstöðu auk sameiginlegs svæðis með ísskáp og hraðsuðukatli. Gistihúsið tekur 11-12 manns í gistingu.

  • 1 einstaklingsherbergi 
  • 2 tveggja manna herbergi 
  • 1 þriggja manna herbergi  
  • 1 fjögurra manna herbergi  

Í öllum herbergjum er handlaug og uppábúin rúm og handklæði.